top of page

Nemendur í Borgarholtsskóla hanna auglýsingaskilti fyrir TORG listamessu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 3. október 2024

Nemendur í Borgarholtsskóla hanna auglýsingaskilti fyrir TORG listamessu

Nemendur á þriðja ári í grafískri hönnun í Borgarholtsskóla hafa hannað auglýsingaskilti fyrir TORG Listamessu í Reykjavík 2024 í samstarfi við Billboard. Skiltin verða til sýnis á opnunartíma messunnar, 4. – 13. október, og munu auk þess prýða strætóskýli höfuðborgarsvæðisins.

Auglýsingaskiltin eru af margvíslegum toga, sum húmorísk en önnur hefðbundnari.

Kveikjan að þessu samstarfi var þegar nemendur listnáms Borgarholtsskóla heimsóttu TORG Listamessu á síðasta ári. Í framhaldinu ræddu kennarar Borgarholtsskóla og SÍM hvort nemendur í grafískri hönnun gætu á einhvern hátt komið að listamessunni og vakið athygli á sögu Korpúlfsstaða.
Nemendum fannst verkefnið spennandi og áhugavert og unnu af miklum áhuga og krafti.

Um listnám í Borgarholtsskóla:

Listnám í Borgarholtsskóla er þriggja ára nám sem lýkur með stúdentsprófi. Nemendur í listnámi velja sér kjörsvið á sviði grafískrar hönnunar, kvikmyndagerðar eða leiklistar. Námið hentar þeim vel sem hyggja á frekara nám í þeim greinum en veitir jafnframt góða almenna menntun þar sem áhersla er lögð á sjálfstæða og skapandi verkefnavinnu og nauðsynlega tæknikunnáttu. Auk verklegra áfanga stunda nemendur nám í fræðigreinum lista og menningar, kjarnagreinum bóknáms og íþróttum.

Listnám Borgarholtsskóla er vel búið tækjum, aðstaða góð og kennarar með sérhæft nám og starfsreynslu að baki. Nám í listnámi er lifandi, skemmtilegt og skapandi og opnar dyr að spennandi möguleikum að námi loknu.

Nánari upplýsingar listnám Borgarholtsskóla www.borgarholtsskoli.is
Nánari upplýsingar um TORG – Listamessu www.sim.is/torg-listamessa

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page