Námskeið hjá Íslensk Grafík í nóvember

fimmtudagur, 24. október 2024
Námskeið hjá Íslensk Grafík í nóvember
Íslensk grafík er með námskeið á verkstæði sínu í nóvember.
Gelþrykk
Kennari: Jóhanna Sveinsdóttir
02.–03. nóvember 10:00–14:00 40.000 kr.
Á námskeiðinu verða gerð einþrykk af gelplötum með akríllitum.
Skráning sendist á josveins@gmail.com
Hvað er Grafík?
Kennari : Valgerður Hauksdóttir
16.–17. nóvember 10:00–17:30 60.000 kr.
Á þessu helgarnámskeiði verður farið yfir helstu þætti grafíkur, hvað er listgrafík og hverjar eru hinar ólíku grafíkaðferðir.
Skráning sendist á valgerdur@hauksdottir.is
Greiða þarf (20% ) skráningargjalds við skráningu á öll námskeið, restin er greidd viku áður en námskeið hefst. Ef ekki er næg þátttaka (lágmark 4) verður námskeiðið endurgreitt að fullu eða því frestað.
Nánari upplýsingar á https://islenskgrafik.is/news/