NÝTUM OG NJÓTUM - Námskeið á verkstæði Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum
fimmtudagur, 2. maí 2024
NÝTUM OG NJÓTUM - Námskeið á verkstæði Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum
Vekjum athygli á þremur námskeiðum sem haldin verða í maí 2024:
SKAPANDI FATAVIÐGERÐIR
Textílhönnuðurinn og listakonan Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí býður upp á opna smiðju í skapandi fataviðgerðum með áherslu á prjónuð efni. Smiðjan gefur innsýn í þær aðferðir og nálganir sem Ýrúrarí notar í sínum verkum með áherslu á útsaum, prjón og nálaþæfingu. Þátttakendur mæta með eigin peysur eða prjónaðar flíkur sem þarf að lappa upp á, laga eða breyta á persónulegan og einfaldan máta. Þátttakendur þurfa ekki að hafa neina reynslu af fataviðgerðum eða handverki.
Allur efniviður fyrir viðgerðir er á staðnum, en þátttakendur eru hvattir til að koma með eigið garn ef þeir eru með fyrirfram mótaðar hugmyndir þar sem framboð af efnivið er takmarkað.
Kennari; Ýrúarí - Ýr Jóhannsdóttir
Smiðjan verður á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík
Miðvikudaginn 8. Maí kl. 19-21
Þátttökugjald er 9.500
Kaffi og te á staðnum, en þátttakendur hvattir til að taka með sér nesti.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 en lágmarksfjöldi er 6.
AFBYGGING / UPPBYGGING
Berglind Ósk Hlynsdóttir, fatahönnuður verður með samþættan fyrirlestur og vinnustofu sem hún byggir á
verkefnum sem hún hefur unnið að undanfarin ár. Annars vegar verkefnið Flokk till you drop en verkefnið er ádeila á úrelta orðatiltækið „shop till you drop“ og stuðlar verkefnið að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga og hins vegar verkefninu Þráðhyggja sem lagði áherslu á ferli endurnýtingar á pólýester satíni sem Berglind vann áfram í nýjann textíl. Verkefnið snýst um að lengja líftíma úrgangstextíls með endurnýtingu og þróun aðferða sem byggðar eru á þekktu íslensku handverki og klassískum aðferðum.
Allur efniviður og áhöld fyrir vinnustofuna er á staðnum.
Kennari; Berglind Ósk Hlynsdóttir
Fyrirlestur/vinnustofa; Á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112 Reykjavík
Miðvikudaginn 15. Maí kl. 19-21
Þátttökugjald er 9.500
Kaffi og te á staðnum, en þátttakendur hvattir til að taka með sér nesti.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 en lágmarksfjöldi er 6.
FÖTIN OKKAR OG FRAMTÍÐIN
Sigrún Sandra Ólafsdóttir miðlar fróðleik og niðurstöðum meistaraverkefnis síns í menningarmiðlun við
Háskóla Íslands. En þar skoðar hún umhverfisáhrif textíls, nútíma framleiðsluhætti textíls og neikvæð
áhrif þeirra á umhverfis- og samfélagsþætti og rýnir í þá markaðslegu og sálfræðilegu hvata sem liggja
að baki fataneyslu.
Í kjölfar fyrirlesturs og umræðna verður vinnustofa í fataviðgerðum með japönsku aðferðunum boro og
sashiko. Þessar aðferðir eru þekktar frá 16.öld í Japan til þess að gera við föt og til þess að búa til nýtt
efni með því að leggja saman lög af efnum og endurnýta þannig slitnar gamlar flíkur.
Allur efniviður í prufugerð í viðgerðum er á staðnum, sem dugir til þess að læra aðferðirnar. Þátttakendur geta komið með flíkur til að laga ef þeir vilja - og sína eigin nál, þráð og skæri.
Kennarar eru: Sigrún Sandra Ólafsdóttir og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
Fyrirlestur/vinnustofa; á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum, Thorsvegi 1, 112R
Miðvikudaginn 22. maí kl. 19-21
Þátttökugjald er 9.500
Kaffi og te á staðnum, en þátttakendur hvattir til að taka með sér nesti.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 en lágmarksfjöldi er 6
Skráning á vefsíðunni: www.tex.is/namskeid