top of page

Nýtt veggverk Söru Riel - Hjól Atvinnulífsins: 9:00-17:00

508A4884.JPG

fimmtudagur, 19. október 2023

Nýtt veggverk Söru Riel - Hjól Atvinnulífsins: 9:00-17:00

Nýtt veggverk eftir Söru Riel, "Hjól Atvinnulífsins: 9:00-17:00" hefur litið dagsins ljós á Skólavörðustíg13, 101 Reykjavík. Veggverkið er staðbundið listaverk sem myndgerir hjól atvinnulífsins, fjallar um hugmyndaþróun,
tækni, nýsköpun og hvernig gangverkið er órjúfanlegur þáttur í mannlegri tilvist.

Sumarið 2021 grennslaðist Sara Riel fyrir um möguleika á að mála listaverk á Skólavörðustíg 13, á
vegg sem reyndist í eigu Eyrir Invest. Þegar hún bankaði á hurðina opnaði forstjórinn Þórður Magnússon og bauð Söru inn í samtal. Fljótlega kom í ljós sameiginlegur áhugi á því að þróa myndefni
sérstaklega gert með atvinnulífið og framtíð í tækni að leiðarljósi fyrir vegginn.

Hugmyndin er að þetta verk endurspegli þá nýsköpun sem er sífellt í gangi og skiptir miklu máli
fyrir framþróun. Verkið býður einnig nýja sýn á hið svokallaða “Hjól Atv.”: að hjólið sé í raun ekki
hringlaga heldur egglaga, sem útskýrir um margt af hverju að atvinnulífið virðist veltast áfram.
Að lokum minnir verkið á sameiginlega ákvörðun okkar um að við ætlum að vinna vinnuna okkar,
koma egginu í eggjabikarinn á milli níu og fimm alla virka daga.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page