top of page

Nýr sérhæfður póstlisti: Styrkir & Gestavinnustofur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. febrúar 2023

Nýr sérhæfður póstlisti: Styrkir & Gestavinnustofur

Um áramótin urðu breytingar á starfsemi Kynningarmiðstöðvar Íslenskrar myndlistar. Miðstöðin sinnir nú breiðara hlutverki en áður og ber sérstaklega nefna áherslubreytingu sem felur m.a. í sér að styðja við og efla íslenska myndlist hérlendis, jafnt og erlendis. Samhliða hefur miðstöðin tekið upp nýtt nafn: Myndlistarmiðstöð. Breytingarnar eru unnar út frá nýrri myndlistarstefnu sem kynnt verður á árinu og tekin verða fleiri skref í átt að breytingum þegar líður á árið.

Eitt af verkefnum Myndlistarmiðstöðvarinnar er að bæta upplýsingagjöf innanlands um valkosti í fjármögnun verkefna, tækifæri í faginu og aðrar leiðir til að afla tekna með listsköpun.

Miðstöðin mun framkvæma það verkefni með því að miðla upplýsingum til listamanna og fagaðila í mynlistargeiranum í gegnum sérhæfðan póstlista. Stefnt er að því að senda út tilkynningar u.þ.b. 6-8 sinnum á ár, bæði á íslensku og ensku. Jafnframt mun Myndlistarmiðstöð halda áfram að senda út mánaðarlegt fréttabréf á ensku.


Dæmi um tilkynningar:
· umsóknarfrestir í tengslum við myndlistarsjóð
· umsóknarfrestir ferðastyrkja Myndlistarmiðstöðar
· umsóknarfrestir fyrir gestavinnustofur með styrk
· köll eftir sýningartillögum frá faglegum sýningarstöðum
· köll eftir þátttakendum í alþjóðleg verkefni
· upplýsingar um samkeppnir innanlands og erlendis
· atvinnuauglýsingar í myndlistargeiranum
· auglýsingar um námsstyrki sem tengjast faginu
· köll eftir tilnefningum fyrir styrki og verðlaun

SKRÁNING: https://icelandicartcenter.us4.list-manage.com/subscribe?u=9582b6a531719ec83a0adee30&id=22133ea13f

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page