Nýló og Artistes en résidence: Opið fyrir umsóknir um Vinnustofudvöl í Frakklandi
fimmtudagur, 10. mars 2022
Nýló og Artistes en résidence: Opið fyrir umsóknir um Vinnustofudvöl í Frakklandi
Nýló og Artistes en résidence (Clermont-Ferrand, Frakklandi) bjóða tveimur listamönnum annars vegar frá Íslandi og hinsvegar frá Frakklandi í svokallað ,,skipti-prógram” sem er vinnustofudvöl í 6 vikur og mun listamaður frá íslandi dvelja í Clermont-Ferrand og listamaður frá Frakklandi dvelja í Reykjavík. Vinnustofudvölin er styrkt af franska sendiráðinu á Íslandi, Alliance Française de Reykjavík og SÍM residency. Umsóknarfrestur til að sækja um dvöl í Clermont-Ferrand á næsta ári er 10/05/2022 23h59 á frönskum tíma.
(In English: https://artistesenresidence.fr/en/residencies/residence-croisee-reykjavik)
Opið fyrir umsóknir // Vinnustofudvöl í Frakklandi
Nýló (Reykjavík) og Artistes en résidence (Frakklandi)
Umsóknarfrestur: 10/05/2022 23h59 á frönskum tíma.
Opið er fyrir umsóknir fyrir myndlistarmenn frá öllum þjóðernum sem búsettir eru á Íslandi og í Auvergne-Rhône-Alpes héraði í Frakklandi.
Hægt er að sækja um HÉR:
https://artistesenresidence.fr/en/residencies/residence-croisee-reykjavik
Nýló og Artistes en résidence (Clermont-Ferrand, Frakklandi) bjóða tveimur listamönnum annars vegar frá Íslandi og hinsvegar frá Frakklandi í svokallað ,,skipti-prógram” sem er vinnustofudvöl í 6 vikur og mun listamaður frá íslandi dvelja í Clermont-Ferrand og listamaður frá Frakklandi dvelja í Reykjavík. Vinnustofudvölin er styrkt af franska sendiráðinu á Íslandi, Alliance Française de Reykjavík og SÍM residency.
Um Artistes en Résidence
Artistes en résidence (A·R) var stofnað árið 2011 í Clermont-Ferrand og er sjálfseignarstofnun sem styður samtímalist með því að skipuleggja vinnustofudvöl fyrir listamenn og stuðla að rannsóknum á sviði samtímamyndlistar. A·R styður við hreyfingu og útbreiðslu samtímalistar, hugmynda og sköpunar, og uppbyggingu innlendra og alþjóðlegra samstarfsaðila.
Húsnæði A·R kallast La Diode, það er þverfaglegt rými sem er deilt meðal annars með Les Ateliers, félagi sem heldur utan um 17 vinnustofur fyrir listamenn.
A·R lítur á vinnustofudvölina sem tímabil sem er alfarið helgaðu rannsóknarvinnu og tilraunum án skyldu til þess að sýna fram á lokaútkomu. Markmiðið er að gefa listamönnum tíma til að sökkva sér í rannsóknarvinnu í nýju umhverfi og skapa þannig rými fyrir spurningar, tilraunir og mistök, sem er allt nauðsynlegir þættir í hinu skapandi ferli.
A·R teymið veitir listamanni leiðsögn og aðstoð og kemur listamanni í samband við ýmist fagfólk í tengslum við rannsóknir, handverk eða annað sem listamaður gæti haft þörf fyrir í ferlinu.
Dvalartími
Áætlaður dvalartími listamanns frá Íslandi í Clermont-Ferrand er frá 15. janúar til 28. febrúar 2023.
Listamanni frá Íslandi býðst:
- Styrk að upphæð 2250 €.*
- Sérherbergi í fullbúinni þriggja herbergja íbúð – með baðherbergi og eldhúsi ásamt garði – sem deilt er með öðrum íbúum. (tengill með myndum)
- Stúdíó 160fm sem deilt er með allt að 3 íbúum. (tengill með myndum)
- Aðgangur að tæknibúnaði (tréverkstæði, rafmagnsverkfærum, keramik ofn, MIG suðustöð, tölvuherbergi með borðtölvu og A3 prentara/skanni).
- Aðstoð frá teymi Nýló við umsóknir um ferðastyrk.
- Leiðsögn frá A·R teymi.
- Listamaðurinn hefur möguleika á að skipuleggja opinbera kynningu og/eða sýningu í lok dvalarinnar. Þar sem gestavinnustofan leggur áherslu á tilraunastarfsemi og rannsóknarvinnu er opinber kynning ekki skylda.
*Styrkurinn er reiknaður út frá gildandi taxta í hvoru landi fyrir sig.
Umsóknin þarf að innihalda:
- Útfyllt umsóknareyðublað sem má finna neðst á þessari síðu.
- Í einu PDF skjali; stutt yfirlýsing listamanns (e. artist statement) ferilskrá og myndir/tengla á nýleg verk (hámark 20MB).
- Bréf um ásetning, hámark tvær A4 síður. Athugið: Ekki er ætlast til að listamenn sæki um með sérstöku verkefni fyrir vinnustofuna heldur lýsi heldur þörfum og/eða áhuga á fyrir dvölinni almennt. Fram kemur að skipti-prógrammið sé rými til rannsókna og tilrauna án skyldu til framleiðslu. Í bréfinu geta listamenn lýst núverandi rannsóknum, væntingum og þörfum á slíkri dvöl. Einnig tengslum þeirra eða áhuga á svæðinu eða öðru sem listamaður vill taka fram.
Tekið er við umsóknum á frönsku, íslensku eða ensku. Bréf um ásetning þarf hins vegar að vera skrifað á ensku.
Listamenn geta sótt um nokkur opin símtöl í gangi hjá Artistes en résidence.
Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2022, 23h59 að frönskum tíma.
Umsóknum verður svarað í lok apríl 2022.
Spurningar má senda á: candidatures.reykjavik@artistesenresidence.fr
Frekari upplýsingar :
www.artistesenresidence.fr
www.nylo.is
www.sim-residency.info
www.af.is