top of page

Nýjar myndir 2023 – Hjörtur Hjartarson í Hannesarholti

508A4884.JPG

fimmtudagur, 10. ágúst 2023

Nýjar myndir 2023 – Hjörtur Hjartarson í Hannesarholti

Hannesarholt opnar aftur eftir sumarleyfi fimmtudaginn 10.ágúst með myndlistarsýningu Hjartar Hjartarsonar sem nefnist "2023 Nýjar myndir"

Þessi einkasýning endurspeglar margar stórar upplifanir listamannsins á árinu 2023, einskonar dagbók.

Í byrjun árs fór hann í fyrsta sinn til Afríku, eitthvað sem hann hafði dreymt um síðan hann var ungur drengur. Í safaríferðinni í „Masai Mara“ þjóðgarðinum í Kenýa varð hann fyrir miklum áhrifum af fegurð sléttanna, víðáttunnar, birtunnar, trágróðursins og rauðbrúna jarðvegsins í Afríku. Allt þetta smýgur síðan hljóðlega inn í listsköpun hans á árinu.

Hann fór líka s.l. vetur á sýninguna „Monet og Mitchell“ í Louis Vuitton safninu í París sem hafði mjög sterk áhrif á hann.

Hjörtur lítur á list sína og þá list sem hann sækir í að hún sé eins og blóm til áhorfandans og að áhorfandinn með upplifun sinni sé eins og býflugan sem fær hunang sitt að launum fyrir huga og sál.

Þetta ár hefur jógaiðkun hans líka aukist og hefur tónheilunin í tímunum þar gefið honum aukið rými fyrir listsköpunina.

Hughrif hvers dags fyrir sig koma beint fram í verkunum hans s.s. að fanga fegurðina í allri sinni dýrð.

Sýningin er opin í Hannesarholti frá 10. – 31.ágúst 2023

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page