Nýjar áherslur í nýsköpun - viðburður um mikilvægi og framtíð Hönnunarsjóðs
fimmtudagur, 12. október 2023
Nýjar áherslur í nýsköpun - viðburður um mikilvægi og framtíð Hönnunarsjóðs
Í tilefni af 10 ára afmæli stendur Hönnunarsjóður fyrir viðburði og samtali í Grósku þann 18. október kl. 16.00 - 18:00.
Þar verður fjallað um þróun í nýsköpun og nýjar áherslur tengdar samfélagslegum breytingum og umhverfismálum. Kynntar verða fróðlegar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal umsækjenda og styrkþega Hönnunarsjóðs auk þeirra sem starfa á sviði hönnunar og arkitektúrs. Þá verða rædd tengsl Hönnunarsjóðs við aðra nýsköpunarsjóði og tækifæri í stuðnings- og styrkjaumhverfi fyrir verkefni á þessu sviði. Í lokinn fer fram síðari úthlutun Hönnunarsjóðs árið 2023.
Meðal þeirra sem koma fram er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra menningar og viðskipta, styrkþegar ásamt fagaðilum úr stuðnings og sjóðaumhverfinu.
Örerindi frá: Pikkolo, Biobuilding, Shape&Repeat
Kynnir er Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi hjá CCP
Að samtali loknu þá veitir ráðherra styrki úr Hönnunarsjóði
Drykkir og fögnuður!
Vinsamlegast staðfestu mætingu hér.