Ný sýning í Hafnarhúsi. Kviksjá - alþjóðleg safneign
fimmtudagur, 16. febrúar 2023
Ný sýning í Hafnarhúsi. Kviksjá - alþjóðleg safneign
Á sýningunni Kviksjá – alþjóðleg safneign gefst sjaldgæft tækifæri til að fá innsýn í þann hluta safneignar Listasafns Reykjavíkur sem tileinkaður er alþjóðlegri myndlist.
Þar má sjá forvitnileg verk frá ýmsum tímum. Fyrir utan verk eftir listamenn sem dvalið hafa langdvölum hér á landi eru á sýningunni verk eftir listamenn á borði við Carolee Schneemann og Jean Jacques Lebel sem eru tilkomin vegna tenginga við Erró og veglegar gjafir hans til safnsins, auk sérstakrar gjafar á verkum Flúxus-listamanna. Af nógu er að taka og óhætt að segja að hér kenni ýmissa grasa.
Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru, Dale Chiluly, Ian Hamilton Finley, Roni Horn, Yoko Ono, Patrick Huse, Bernd Koberling, Alicja Kwade, Kazumi Nakamura, Karin Sander, Lawrence Weiner og Barbara Westman.
Í ár fagnar Listasafn Reykjavíkur því að 50 ár eru liðin frá því að fyrsta aðsetur safnsins var formlega opnað á Kjarvalsstöðum. Í tilefni tímamótanna verður sérstakur gaumur gefinn að safneigninn og tækfærið nýtt til til þess að skoða og sýna gersemar úr safneigninni. Sýningin stendur frá 16. febrúar til 7. maí 2023.