top of page

Ný sýning í Hafnarhúsi. Kviksjá - alþjóðleg safneign

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. febrúar 2023

Ný sýning í Hafnarhúsi. Kviksjá - alþjóðleg safneign

Á sýningunni Kviksjá – alþjóðleg safneign gefst sjaldgæft tækifæri til að fá innsýn í þann hluta safneignar Listasafns Reykjavíkur sem tileinkaður er alþjóðlegri myndlist.

Þar má sjá forvitnileg verk frá ýmsum tímum. Fyrir utan verk eftir listamenn sem dvalið hafa langdvölum hér á landi eru á sýningunni verk eftir listamenn á borði við Carolee Schneemann og Jean Jacques Lebel sem eru tilkomin vegna tenginga við Erró og veglegar gjafir hans til safnsins, auk sérstakrar gjafar á verkum Flúxus-listamanna. Af nógu er að taka og óhætt að segja að hér kenni ýmissa grasa.

Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru, Dale Chiluly, Ian Hamilton Finley, Roni Horn, Yoko Ono, Patrick Huse, Bernd Koberling, Alicja Kwade, Kazumi Nakamura, Karin Sander, Lawrence Weiner og Barbara Westman.

Í ár fagnar Listasafn Reykjavíkur því að 50 ár eru liðin frá því að fyrsta aðsetur safnsins var formlega opnað á Kjarvalsstöðum. Í tilefni tímamótanna verður sérstakur gaumur gefinn að safneigninn og tækfærið nýtt til til þess að skoða og sýna gersemar úr safneigninni. Sýningin stendur frá 16. febrúar til 7. maí 2023.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page