top of page

Nóttin Lýst – (e.The Night Enlightened): Clizia Macchi

508A4884.JPG

fimmtudagur, 30. maí 2024

Nóttin Lýst – (e.The Night Enlightened): Clizia Macchi

Clizia Macchi opnar málverkasýningu sína Nóttin Lýst í Galleri Gróttu föstudaginn 31. maí kl. 15.

Clizia Macchi er fædd á Ítalíu og býr og starfar í Reykjavík. Hún er sjálfmenntuð listakona og starfaði við ljósmyndun á Ítalíu og í Bretlandi þar til hún flutti til Íslands árið 2017. Eftir að hafa prófað sig lengi áfram með að mála á striga hóf Clizia að sýna eigin listaverk í október 2022 og tók þátt í nokkrum einka- og samsýningum, bæði á Íslandi og á Ítalíu.

Hægt er að skipta þemum listaverka Cliziu í þrjár meginstoðir: áhersla á skynjun sjálfsins; að koma tilfinningum og hugarástandi á striga, oft með óhefðbundnum aðferðum, innblástur frá náttúrunni eða eiginleikum hennar; sett inn sem eins konar sjónarhorn „persónulegrar goðafræði“ og loks uppbygging málverkaflokka sem eru beinlínis innblásin af bókmenntum (skáldsögum, ljóðum o.s.frv.).

Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins. Síðasti sýningardagur er föstudagurinn 21. júní nk.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page