top of page

Námskeið í rísóprentun í Myndlistaskólanum í Reykjavík

508A4884.JPG

miðvikudagur, 17. maí 2023

Námskeið í rísóprentun í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Þann 30. maí hefst stutt og hnitmiðað námskeið í rísóprentun í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Rísótæknin er um sumt lík silkiþrykkstækninni og býður upp á blæbrigðaríka útfærslu mynda þar sem margt getur komið skemmtilega á óvart. Á námskeiðinu, sem stendur yfir í fjóra kennsludaga, fá þáttakendur tækifæri til að kynnast möguleikum rísóprentvélararinnar og læra að undirbúa verk til prentunar í einum, tveimur eða fleiri litum.

Þátttakendur eru beðnir um að koma með teikningar, ljósmyndir og önnur tvívíð verk sem þeir vilja nota sem grunn að myndum til að prenta. Að mestu verður þó unnið með það sem þátttakendur búa til á staðnum.

Fyrsta daginn verður prentvélin og tæknin kynnt til sögunnar, fjölmörg dæmi um rísóprent sýnd og þátttakendur prenta einföld verk til að öðlast skilning á ferlinu. Næstu daga verða unnin fjölbreytt verkefni að stærð, umfangi og fjölda lita. Sum þeirra verða ákveðin og leidd af kennara, önnur að frumkvæði þátttakenda sjálfra. Tilraunamennska, opinn hugur og sveigjanleiki leiða vinnuna áfram.

Námskeiðið hefst 30. maí og stendur yfir í 4 daga. Kennt er kl. 17.00-20.15.
Kennari er Bjarni Hinriksson teiknari og myndasagnahöfundur.

Námskeið skólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Skráning stendur yfir á www.mir.is.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page