top of page

Námskeið í leirrennslu og málaralist fyrir 16 ára og eldri

508A4884.JPG

fimmtudagur, 18. janúar 2024

Námskeið í leirrennslu og málaralist fyrir 16 ára og eldri

Á næstu dögum hefjast námskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík og enn eru laus sæti á. Um er að ræða námskeið fyrir 16 ára og eldri en þessi tilteknu námskeið eru ætluð þeim sem hafa góðan grunn í annars vegar leirrennslu og hins vegar teikningu og málun. Öll námskeiðin teygjast yfir alla önnina.

Leirrennsla: Verkstæði er ætlað þeim sem hafa náð það góðum tökum á leirrennslu að stuðningur jafningja nægir. Enginn kennari er á staðnum og er því um að ræða leigu á vinnuaðstöðu á ákveðnum tímum (tvisvar sinnum í viku, á mánu- og miðvikudögum frá kl. 12:45 til kl. 16:00) með lokuðum hópi.

Sjá nánar hér: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/kera2lv00-20241

Leirrennsla: Framhald er ætlað þeim sem hafa grunn í leirrennslu og vilja auka færni sína, svo sem með því að renna ólík form og stærri. Þuríður Ósk Smáradóttir kennir námskeiðið og fer kennsla fram á miðvikudögum frá kl. 17:45 til kl. 21:00.

Sjá nánar hér: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/kera2lf02-20241

Málaralist: Áferð, aðferðir, útfærsla er námskeið í olíumálun. Gert er ráð fyrir því að nemendur hafi töluverða reynslu af teikningu og málun. Nemendur vinna verkefni af eigin frumkvæði undir handleiðslu þeirra Kristins G. Harðarssonar annars vegar og Kristínar Morthens hins vegar. Kennsla fer fram á miðvikudagskvöldum frá kl. 17:45 til kl. 21:00.

Sjá nánar hér: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/malv2au02-20241

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page