top of page

Námskeið í Jurtalitun hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík

508A4884.JPG

fimmtudagur, 25. maí 2023

Námskeið í Jurtalitun hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík

Stutt og hnitmiðað námskeið þar sem farið verður yfir helstu þætti jurtalitunar. Farið verður yfir hvernig nemendur sækja sér jurtir til litunar, undirbúa litunarböð úr bæði íslenskum og erlendum jurtum, skolun og frágang. Unnið verður með shibori-tækni þar sem vafningar, bindingar og saumar verða notaðir til að búa til mynstur á efni. Einnig verður farið í Eco-print tæknina þar sem plöntur eru notaðar til að prenta mynstur beint á efni og sýnt verður hvernig er hægt að búa til blek úr jurtum til að mála beint á efni. Kennari kynnir ákveðnar jurtir til litunar en nemendur gera einnig tilraunir með sínar eigin jurtir.
Lögð verður áhersla á sjálfbærni og endurnýtingu.

Námskeiðið er opið öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Nánari upplýsingar og skráning: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/txtl2jl00

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page