top of page

Námskeið á döfinni í Myndlistaskólanum í Reykjavík

508A4884.JPG

fimmtudagur, 18. apríl 2024

Námskeið á döfinni í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Eftirfarandi námskeið eru á döfinni í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Námskeiðin eru öll stutt og hnitmiðuð og gætu þess vegna sérstaklega höfðað til þeirra sem eru sjálfstætt starfandi og vinna í törnum.

Námskeiðin sem um ræðir eru eftirfarandi:

Teikning fyrir aðgerðarsinna! með Rán Flygenring. Það hefst núna á þriðjudaginn, 16. apríl. Kennsla fer fram á þriðjudags- og fimmtudagskvöldið svo og á laugardags- og sunnudagsmorgun. Það kostar 47.500 kr. Sjá nánar: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/n-teik-act-20241.

Plakat, plakat! með Nötku Klimowicz en það hefst annan laugardag, 20. apríl. Kennsla fer fram á laugardags- og sunnudagsmorgun sem og á þriðjudags- og fimmtudagskvöld. Námskeiðið kostar 47.500 kr. Sjá nánar: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/n-g-plakat-20241.

Samtímalist á pólsku með Wiolu Ujazdowska. Námskeiðið fer fram dagana 22.-24. apríl og er þrjár kvöldstundir. Námskeiðið kostar 32.500 kr. og er kennt á pólsku og/eða ensku eftir þörfum. Sjá nánar: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/nlistpol-20241.

Afnýlenduvæðing lista með Megan Auði og Wiolu Ujazdowska. Hugsað saman og hugsað með því að gera. Sérstaklega er kallað eftir þátttöku starfandi myndlistarmanna. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 30. apríl og lýkur sunnudaginn 5. maí. Kennsla fer fram á þriðjudegi, fimmtudegi, laugardegi og sunnudegi. Námskeiðið kostar 32.500 kr. Sjá nánar: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/nomen-20241.

Risoprent með Sam Rees. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 15. maí. Kennsla fer fram á miðvikudegi, fimmtudegi, laugardegi og mánudegi. Sérstaklega er kallað eftir þátttöku starfandi myndlistarmanna og hönnuða. Námskeiðið kostar 47.500 kr. Sjá nánar: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/n-marg-riso-20241.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page