top of page

Myndlistin okkar - veldu listaverk úr safneign Listasafns Reykjavíkur á sýningu!

508A4884.JPG

fimmtudagur, 27. apríl 2023

Myndlistin okkar - veldu listaverk úr safneign Listasafns Reykjavíkur á sýningu!

Nú í apríl hefst spennandi leikur Listasafns Reykjavíkur, Myndlistin okkar, þar sem fólki gefst tækifæri til þess að velja listaverk úr safneign á glæsilega myndlistarsýningu á Kjarvalsstöðum sem verður opnuð á Menningarnótt.

Kosningin stendur yfir til 1. júní n.k. og er hægt að velja eins mörg listaverk og hver vill og hægt að kjósa oftar en einu sinni.

Með þátttökunni í leiknum velur fólk listaverk með það að markmiði að það endi á myndlistarsýningu á Kjarvalsstöðum í ágúst. Verkin á sýningunni hafa fengið flest atkvæði þátttakenda í leiknum.

Hvert er uppáhalds listaverkið þitt?
Hvaða listaverk finnst þér standa upp úr?
Hvaða listaverk hreyfir við þér?

Kosning er nú hafin og er sjónum beint að listaverkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur í tilefni að því að á árinu er haldið upp á 50 ára afmæli vígslu Kjarvalsstaða.

Nánar á: https://betrireykjavik.is/community/9179

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page