top of page

Myndlistin á Listahátíð í Reykjavík í sumar

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. mars 2024

Myndlistin á Listahátíð í Reykjavík í sumar

Við kynnum fjölbreytta flóru myndlistar á Listahátíð 2024!

Innsetningar, skúlptúrar, ljósmyndasýningar, hljóðverk og heilu hátíðirnar munu skjóta upp kollinum á söfnum höfuðborgarsvæðisins og um land allt. Heildardagskrá hátíðarinnar verður kynnt í apríl.

Flóð
Alltumlykjandi tónlistarinnsetningar eftir Jónsa (sem betur er þekktur sem forsprakki Sigurrósar) opna nýjar víddir fyrir gestum Listasafns Reykjavíkur í sumar. Sýningin er fyrsta einkasýning Jónsa í Evrópu og opnar 1. júní.

Á milli mála
Fiður, fingur, fálmarar - list fyrir fólk og fugla eftir Önnu Andreu Winther og Agnesi Ársæls við Tjörnina.

Í lausu lofti
Kostulegir skúlptúrar Auðar Lóu Guðnadóttur í Gallerí Úthverfu á Ísafirði.

Rask
Hrífandi samspil ljósmynda Agnieszku Sosnowska og ljóða Ingunnar Snædal í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Er þetta norður?
Listrænn leiðangur um norðurslóðir á samsýningu í Listasafninu á Akureyri.

INTO Festival
Alþjóðleg listahátíð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem hreppti Eyrarrósina 2023-24.

Kiosk 108
Tónlistar- og gjörningahátíð með sprengikraft í umbreyttu stýrishúsi á Seyðisfirði.

Hringferð í Smástundarsal
Þórdís Erla Zoëga og Shu Yi bjóða upp á myndlistarupplifun í gámi sem flakkar um borgina.

Hringrás
Ný vídeó- og hljóðinnsetning eftir Tuma Magnússon í Listasafni Íslands.

Óþægileg blæbrigði
Einkasýning Magnúsar Sigurðarsonar í Kling & Bang.

Silfurgjá
Einkasýning Guðrúnar Mörtu Jónsdóttur í Kling & Bang.

Rás
Samsýning í Nýlistasafninu sem höfðar til eyrnanna.

Hér á ég heima
Innsetning Yuliönu Palacios í Gerðarsafni.

(Post)
Alþjóðleg samsýning í Norræna húsinu þar sem tekist er á við mannöldina.

Brot úr framtíð
Einkasýning Þorgerðar Ólafsdóttur í Þjóðminjasafni Íslands.

Nánar á https://www.listahatid.is/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page