top of page

VORVERK í hAughúsi – fyrsta sýningin á nýjum heimavelli Akademíu skynjunarinnar

508A4884.JPG

fimmtudagur, 26. júní 2025

VORVERK í hAughúsi – fyrsta sýningin á nýjum heimavelli Akademíu skynjunarinnar

Akademía skynjunarinnar opnar sýninguna Vor Verk í nýjum heimkynnum sínum, hAughúsi í Héraðsdal, Skagafirði – umbreyttu haughúsi sem nú þjónar sem listsalur.

Þar sýna meðlimir Akademíunnar: Myndlistarmennirnir Anna Eyjólfs, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Rúrí og heimspekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir. Gesta­listamenn eru þýski myndlistamaðurinn Roman Schultze, japönsku myndlistamennirnir Takhasi Hokoi og Rie Nakajiama og bandaríski myndlistamaðurinn Brett Goodroad.

Verkin takast á við tengsl mannsins við umhverfið og náttúruna , ofgnótt og tímaskyn í bæði persónulegu og samfélagslegu samhengi.

Akademía skynjunarinnar hefur stýrt fjölmörgum mynlistarsýningum frá árinu 2017 sem haldnar hafa verið víðsvegar um land í óhefðbundnum rýmum en nú hefur Akademíunni opnast nýr möguleiki á sýningarrými í Héraðdal í Skagafirði.

Sýningin opnar 28. júní kl 15:00 og stendur til 10. ágúst 2025. Opið verður kl 13 – 18 frá fimmtudegi til sunnudags.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page