top of page

Myndlistarskólinn í Reykjavík - Flöskuskeyti

508A4884.JPG

miðvikudagur, 11. desember 2024

Myndlistarskólinn í Reykjavík - Flöskuskeyti

Verið velkomin á Flöskuskeyti, fyrstu samsýningu nemenda á listmálarabraut Myndlistaskólans í Reykjavík! Á sýningunni má sjá fjölmörg málverk sem marka fyrstu skref þeirra sem listmálarar. Titill sýningarinnar vísar í það ferðalag sem þessir listamenn eru að hefja, en einnig verkin sjálf. Mörg verkin fjalla á einhvern hátt um ævintýri, nostalgíu, minningar og goðsagnir hafsins. En þrátt fyrir fjölbreyttan bakgrunn listamannanna þá felst í list þeirra ferðalag úr sjónum upp á land, úr fortíðinni yfir í samtímann.

Sýningin verður haldin í Gróskusalnum, Garðatorgi 1 og opið verður tvær helgar í desember, það er 14. -15. desember og 21.-22. desember frá klukkan 14:00-18:00. Formleg opnun er laugardaginn 14. desember kl. 15:00-18:00. Boðið verður upp á smákökur og notalegheit í anda aðventunnar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page