top of page

Myndlistarskólinn í Reykjavík: Námskeið fyrir starfandi listamenn

508A4884.JPG

fimmtudagur, 1. september 2022

Myndlistarskólinn í Reykjavík: Námskeið fyrir starfandi listamenn

Í haust býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á fjölbreytt úrval námskeiða fyrir starfandi listamenn og hönnuði sem vilja bæta við kunnáttu sína og hæfni.

GRAFÍK FRAMHALD

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á dúkristu (háþrykk) og carborundum (djúpþrykk). Farið verður ítarlega í aðferðirnar og nemendur þjálfast í notkun á efni og búnaði. Inn í kennsluna verða fléttuð dæmi og fróðleikur úr listasögunni eftir því sem við á.

Námskeiðið hefst 7. september. Kennt er einu sinni í viku á miðvikudögum kl 17:45-20:15 í sex skipti.


LEIRRENNSLA FRAMHALD - MORGUNTÍMAR

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa náð góðum tökum á leirrennslu en vilja bæta færni sína og öðlast frekari skilning á ferlinu. Kennari leggur verkefni fyrir í hverjum tíma til að hvetja nemendur að fara nýjar leiðir og mælir með að nemendur notist við skissubók. Hópurinn fylgist að yfir námskeiðið og kynnist heildstæðu ferli, allt frá rennslu til brennslu, meðhöndlun glerunga og endurnýtingu á leirnum. Unnið verður með margvísleg form og formskyn nemandans þjálfað. Mikið er lagt uppúr því að nemandinn fái tilfinningu fyrir leirnum sem efni og efnivið og nái að finna fyrir framförum hjá sjálfum sér.

Námskeiðið hefst 12. september og stendur yfir í sex vikur. Kennt verður tvisvar í viku á mánudags- og miðvikudagsmorgnum kl 08:45-12.00.


MÓDELTEIKNING - MORGUNTÍMAR

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á mismunandi efni, aðferðir og tækni við að teikna módel. Nemendur þjálfast í notkun á blýanti, kolum, bleki og fleiru. Sýnd verða dæmi úr listasögunni og úr myndskreyttum bókum. Módeli verður stillt upp í mislangan tíma sem ræðst aðallega af efnisnotkuninni hverju sinni. Bæði verða teiknaðar langar stöður og hraðskissur. Einnig verður glímt við hreyfingu og stundum verður skuggi og birta viðfangsefni í teikningunni. Kennslan er persónubundin og miðar út frá hæfni og þörfum hvers nemenda.

Námskeiðið hefst 14. september og stendur yfir í tólf vikur. Kennt er einu sinni í viku á miðvikudagsmorgnum kl 08:45-12.00.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér: https://myndlistaskolinn.is/namskeid

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page