top of page

Myndlistarskólinn í Reykjavík: Námskeið á haustönn

508A4884.JPG

fimmtudagur, 15. september 2022

Myndlistarskólinn í Reykjavík: Námskeið á haustönn

Í haust býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á námskeiðið Málverkið sem slapp út úr rammanum sem fjallar um málverkið eftir tilkomu ljósmyndarinnar, þegar listmálarar standa frammi fyrir því að myndgerð sé orðin almenn; að ekki þurfi lengur ákveðna hæfni eða þekkingu til að búa til myndir. Hvað breytist þá í málaralistinni, hvernig og hvers vegna?

Stuðst verður við samnefnda bók Málverkið sem slapp út úr rammanum eftir Jón B. K. Ransu sem einnig leiðir námskeiðið.

Alls eru 5 fyrirlestrar og samræður.

1. Fjarveran sem skilgreinir málverkið - Fjallað um hugtakið Parergon í málverki og fæðingu heimspekilegrar athafnar málverksins. Parergon verður leiðarstef námskeiðsins þar sem málverkið er skoðað sem innan og utan rammans.

2. Myndin og málverkið - Fjallað um eðli mynda, tengsl á milli ljósmyndar og málverks og sameiginleg einkenni.

3. Málverkið handan við myndina - Fjallað um málverkið án mynda eða sem hlut í sjálfu og sem flöt er tilheyrir sömu rýmisskipan og líkami okkar.

4. Málverki og rými - Fjallað um málverk í tengslum við rými eða málverk sem hlut andspænis fleti.

5. Athöfnin að mála - Fjallað um málverk sem gjörning og í tengslum við athöfnina að mála.

Námskeiðið hefst 28. september og fer fram vikulega á miðvikudögum kl. 17:45-20.00 í fimm skipti.

Námskeið Myndlistaskólans í Reykjavík eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Skráning stendur yfir á www.mir.is.

__________________________________________________________________________________________________________

Þriggja daga námskeið í Jurtalitun, shibori og ecoprint hefst miðvikudaginn 21. september í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Námskeiðið Jurtalitun, Shibori og Ecoprint er spennandi þriggja daga námskeið þar sem farið verður yfir helstu þætti jurtalitunar á textíl. Nemendur sækja sér jurtir til litunar og undirbúa litunarböð úr bæði íslenskum og erlendum jurtum. Nemendur kynnast einnig litunartæknunum Shibori og ecoprint.

Námskeiðið skiptist niður á þrjú kvöld, miðvikudaginn 21. september, fimmtudaginn 22. september og mánudaginn 26. september. Efnum er leyft að liggja í litunarböðunum yfir helgi til að fá sem mestan árangur.

Kennari er Christalena Hughmanick. Kennt er á ensku

Námskeið Myndlistaskólans í Reykjavík eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar og skráning yfir á www.mir.is.


Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page