top of page

Myndlistarsjóður: Opið fyrir umsóknir til 20. apríl

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. febrúar 2023

Myndlistarsjóður: Opið fyrir umsóknir til 20. apríl

Umsóknarfrestur fyrri úthlutunar úr myndlistarsjóði árið 2023 er til kl. 16:00 mánudaginn 20. febrúar. Hlutverk myndlistarsjóðs er að veita verkefnastyrki til undirbúnings verkefna og til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna.
Hámarksupphæð styrkja getur verið allt að 3.000.000 kr. en lágmarksupphæð ekki undir 300.000 kr. Myndlistarsjóður veitir allt að 70% af áætluðum heildarkostnaði verkefna og því þarf umsækjanda að brúa 30% mótframlag.
Í þeim tilvikum sem sótt er um styrk vegna sýningarraða eða samsýninga hvetur myndlistarráð skipuleggjendur til þess að senda inn eina umsókn fyrir verkefnið í heild í stað umsókna frá einstökum sýnendum. Ef þátttakendur velja að senda inn umsóknir fyrir sínu framlagi, þá er mælst til þess að ekki sé send inn umsókn vegna verkefnisins í heild.
Allar nánari upplýsingar má finna á https://myndlistarsjodur.is/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page