top of page

Myndlistarbókin „Á meðan...“ er komin út

508A4884.JPG

miðvikudagur, 1. febrúar 2023

Myndlistarbókin „Á meðan...“ er komin út

Út er komin myndlistarbókin „Á meðan...“ sem Jón Magnússon gerði til styrktar starfi UNICEF í Úkraínu.

„Hugmyndin kviknaði þegar ég sá fréttaljósmynd af látnu barni flóttamanna á strönd Grikklands. Ljósmyndin var í öllum fréttum og mér ofbauð. Ég sá rautt og hugsaði með mér, hvað get ég gert til að hjálpa? Þetta var fyrir 5 árum. Þá ákvað ég að gera bók til styrktar UNICEF og að málverkin ættu að vera eftir fréttamyndum af börnum frá stríðshrjáðum löndum,“ segir Jón um tilurð bókarinnar.

Það er Jón B.K. Ransu sem skrifar formálann og Didda Jónsdóttir semur texta bókarinnar sem verður til sölu í búðum Eymundsson og rennur stór hluti ágóðans í neyðaraðgerðir UNICEF vegna stríðsins í Úkraínu sem hefur nú staðið yfir í 11 mánuði.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page