top of page

Myndlist á Ísland og íslensku myndlistarverðlaunin - 17. mars í Iðnó

508A4884.JPG

fimmtudagur, 17. mars 2022

Myndlist á Ísland og íslensku myndlistarverðlaunin - 17. mars í Iðnó

Annað tölublað Myndlistar á Íslandi kemur út!

Útgáfuhóf í Iðnó, samhliða íslensku Myndlistarverðlaununum þann 17. Mars kl 19:00.

Tímaritið Myndlist á Íslandi (MáÍs) kom út í fyrsta sinn í fyrra og fékk frábærar viðtökur, upplagið seldist upp og var eftirspurnin meiri en framboðið. Nú fögnum við útgáfu Annars tölublaðs MÁÍS og verður upplagið mun stærra í ár. Í ritstjórn MáÍs sitja Starkaður Sigurðarson, Becky Forsythe og Hólmar Hólm en tímaritið er samstarfsverkefni fjölda aðila í myndlistarsenunni. Ritið er hugsað sem miðja fyrir myndlistarumfjöllun hér á landi – öflugur vettvangur fyrir umræðu og gagnrýna greiningu á myndlist. MáÍs er gefið út einu sinni á ári í veglegri og fallegri prentútgáfu bæði á íslensku og ensku.

Í tímaritinu eru fjölmargar greinar, viðtöl og umfjallanir, m.a. um sýningar og viðburði á undangengnu ári, fjallað er á gagnrýnan hátt um starfsumhverfi myndlistarinnar og stöðu þess listafólks sem myndar senuna á Íslandi. Við birtum umfjöllun Myndlistarráðs um handhafa Myndlistarverðlaunanna, listaverk í pappírs galleríinu okkar,

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page