top of page

Muggur - seinni úthlutun úr sjóðnum 2024

508A4884.JPG

þriðjudagur, 15. október 2024

Muggur - seinni úthlutun úr sjóðnum 2024

Úthlutunarnefnd Muggs hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir tímabilið 01.09.2024-28.02.2025. Alls voru veittir styrkir til 35 verkefna, samtals 39 vikur.

Muggur veitir styrki í vikum talið, 50.000 kr fyrir vikudvöl erlendis. Einstaka sinnum eru veittir styrkir í fleiri vikur, en þó aldrei fleiri en 3 vikur í senn.

Meðal þeirra sem hlutu styrk að þessu sinni voru Sunna Svavarsdóttir, vegna samsýningar í Tokyo, Silfrún Una Guðlaugsdóttir vegna vinnustofudvalar í Noregi, Arna G. Valsdóttir og Aðalsteinn Þórsson vegna vinnustofudvalar og sýningar í Kína, auk Amanda Riffo sem hlaut styrk vegna rannsóknarverkefnis á vegum Musashino Art University í Tokyo, Japan.

Á vefsíðu SÍM er að finna lista yfir alla styrkhafa.

Muggur er samstarfsverkefni SÍM, Myndstefs og Reykjavíkurborgar. Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis.

Nánar um Mugg – dvalarsjóð á www.sim.is/muggur

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page