Morgunnámskeið í leirrennslu í Myndlistaskólanum í Reykjavík
fimmtudagur, 25. maí 2023
Morgunnámskeið í leirrennslu í Myndlistaskólanum í Reykjavík
Á þessu námskeiði er kennt á rafknúinn rennibekk. Áhersla er lögð á verkþjálfun en kennsla fer einnig fram með sýnikennslu. Mikið er lagt uppúr því að þáttakendur fái tilfinningu fyrir leirnum sem efni og efnivið og nái að finna fyrir framförum hjá sjálfum sér.
Námskeiðið stendur yfir í fimm daga, 5.-9 júní, og er kennt á morgnanna kl. 09.00-12.15. Fjórir kennsludagar eru tileinkaðir rennslu og afrennslu og sá fimmti í glerjun. Nemendur sækja muni sína í vikunni eftir námskeiðslok þegar búið verður að brenna þá.
Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku og er ætlað bæði byrjendum sem og lengra komnum. Kennari er Adrianna Stańczak.
Nánari upplýsingar og skráning https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/kera2lr01