Mokka Kaffi: ORKA / ENERGY - Úlfar Örn

miðvikudagur, 23. mars 2022
Mokka Kaffi: ORKA / ENERGY - Úlfar Örn
ORKA / ENERGY - Úlfar Örn sýnir á Mokka 24. mars til 18. maí 2022
Úlfar Örn (1952) stundaði nám í auglýsingadeild MHÍ í Reykjavík og Konstfack í Stokkhólmi og lagði ávallt áherslu á myndskreytingar í námi sínu. Hann starfaði við hönnun og auglýsingagerð í mörg ár ásamt því að iðka list sína. Undanfarin ár hefur hann alfarið helgað sig myndlistinni. Úlfar hefur haldið fjölmargar einkasýningar á Íslandi og tekið þátt í samsýningum erlendis. Nýlega flutti hann vinnustofu sína og gallerí austur í Laugarás í Bláskógabyggð þar sem hann er búsettur. Þar er opið flesta daga eða eftir samkomulagi.
Á þessari sýningu sem hann nefnir ORKA - sýnir hann fígúratíf málverk sem unnin eru á árunum 2021 og 2022. Úlfar hefur unnið við fígúratífan myndheim sinn í áratugi. Í verkum sínum fangar hann ekki aðeins anatómíuna í fígúrunum heldur leggur hann áherslu á hreyfingu og taktinn í hreyfingunni. Hin mikla orka sem er á iði í heiminum þessi dægrin, veðurofsinn, heimsfaraldur og ógn við heimsfriðinn hefur sennilega haft áhrif að þessu sinni. Í mörgum verkanna er meiri orka og meiri hreyfing en verið hefur. Sýning á Mokka stendur til 18. maí 2022.
Úlfar Örn (1952) is an artist living in Laugarás, in the south of Iceland. He studied graphic design and illustration both in Reykjavik and Stockholm, Sweden. Prior to becoming a full-time artist, he worked in the advertising industry and as an illustrator for many years whilst simultaneously running his own creative practice. Úlfar believes that drawing is the base of all his work, and as a result he practiced his drawing technique vigorously throughout his career. His work has been exhibited in a number of exhibitions in Iceland.
In this exhibition ORKA / ENERGY he exhibits figurative paintings from the years 2021 and 2022. Úlfar has been working on his figurative imagery for many years. In his work he does not only capture the anatomy of his subjects, but places emphasis on movement and the rhythm of movement. The great tangible energy that is circulating the world these days, the severe storms, the pandemic and now the threat to world peace have certainly had an influence on some of the works. Many of the paintings have more energy and movements than before.