top of page

Mjóna/Margrét Jóna Þórhallsdóttir - Svart/hvítt litríkt

508A4884.JPG

fimmtudagur, 30. nóvember 2023

Mjóna/Margrét Jóna Þórhallsdóttir - Svart/hvítt litríkt

Sýningaropnun er 30. nóvember frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 1. desember 15:00 - 20:00
Laugardagur 2. desember 13:00 - 18:00
Sunnudagur 3. desember 14:00 - 18:00

Þörfin fyrir að gera það sem veitir mér GLEÐI var drifkrafturinn fyrir þessa sýningu.

Á vegferð minni í sjálfsvinnu þá hef ég áttað mig á því hve mikilvægt það er að gefa sér tíma í það sem veitir manni gleði. Samfélagið okkar í dag er á alveg snarólöglegum hraða og við erum svo mörg að díla við sektirnar. Í öllum okkar hlutverkum í amstri dagsins gleymist oft að staldra við og virkilega hugsa um það hvort maður sé að næra sig með því sem veitir mann gleði og ánægju. Hvernig væri að hægja aðeins á og koma þannig í veg fyrir að fá þessar sektir. Við megum ekki gleyma því að staldra við, anda djúpt inn, líta í kringum okkur og líta okkur nær.

Innblástur fyrir þessa sýningu fékk ég úr náttúrunni og sköpuninni. Sköpun er fyrir mér hugleiðsla og hún gefur mér mikla gleðitilfinningu. Litir hafa mikil áhrif á mig, en SVARTUR er minn uppáhalds litur. Svart og Hvítt er ekki bara svart og hvítt. Ég sé mismunandi blæbrigði í svörtum og hvítum lit eins og í öðrum litum. Blóm í öllum regnbogans litum gleðja mig mjög mikið sama hvort þau eru í vasa inni í stofu eða úti í náttúrunni. Áhuga minn á blómum fæ ég meðal annars frá Jóu ömmu minni en hún var mikill fagurkeri og átti mörg falleg blóm, bæði inni í stofu og úti í garði.

Fyrir þessa sýningu langaði mig að vinna með blóm því þau eru með einstaklega falleg lífræn form og línur. Í verkunum tek ég blómin úr sínu náttúrulega umhverfi, færi þau á strigann og vinn þau eftir mínu höfði. Ég leik mér með línur, liti og lífræn form. Til að myndbyggingin verði þægileg og spennandi fyrir augað reyni ég að ná ákveðnu jafnvægi í uppröðun og litasamsetningu. Verkin eru unnin með blandaðri tækni, akrýl og penna.

Margrét Jóna Þórhallsdóttir er fædd árið 1976 og ólst upp í Njarðvík. Hún útskrifaðist sem stúdent af mynd- og handmennta braut frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 1998. Margrét Jóna lauk námi, sem myndmenntakennari frá Kennaraháskólanum árið 2005 og af Hönnunarbraut frá Iðnskólanum í Hafnarfirði árið 2015. Hún hefur unnið sem myndmenntakennari bæði í leik- og grunnskólum. Margrét hefur sótt mörg námskeið í myndlist, nokkur námskeið í olíumálun þar á meðal hjá Þuríði Sigurðardóttur og einnig í blandaðri tækni og pappamassa hjá Söru Vilbergsdóttur.

Árið 2021 hélt hún sína fyrstu einkasýningu einmitt hér í Litla Gallerí og svo stuttu seinna í Gallerí 16. Sýningin ,,Svart/Hvítt - Litríkt” er hennar önnur einkasýning.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page