top of page

Mjólkurbúðin Akureyri: Páfufuglar/Smásögur - María Manda

508A4884.JPG

miðvikudagur, 15. júní 2022

Mjólkurbúðin Akureyri: Páfufuglar/Smásögur - María Manda

Mjólkurbúðin Akureyri: Páfuglar/Smásögur – María Manda
Pavo/Novella

Fimmtudaginn 23. júní opnar María Manda málverkasýningu, Páfuglar/Smásögur í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Formleg opnun milli kl. 17 og 20. Léttar veitingar.
Sýningin stendur til 5. júlí og er opið alla daga frá kl. 11 til 17.

Sýningin Páfuglar/Smásögur eru 13 frásagnir um ólíka páfugla.

Skrautlegt útlit páfuglsins segir ekki alltaf til um hvernig honum líður, lifir eða nærist. Það er áhorfandans að skilja sögu páfuglsins og gefa henni líf.
Lundinn er smár en skrautlegur „Páfugl“, trúr maka sínum en tekur áhættur, lifir djarft og er hugrakkur eins og Beta, Jóna og Aldís, fósturlandsins Freyjur, mæður, konur, meyjur.

María Manda er hönnuður og hefur sótt myndlistarkennslu hjá ýmsum listkennurum. Hún hefur fengið viðurkenningar fyrir hönnun sína og haldið einkasýningar bæði í hönnun og myndlist og tekið þátt í mörgum samsýningum. Manda vinnur að mestu fígúrutíf verk, oft með húmorískum undirtón í olíu á striga. Hún rekur Gallerí ART67 í Reykjavík í samstarfi við aðrar listakonur og er með vinnustofu að Korpúlfsstöðum.

https://www.mariamanda.com/sýningar-exhibition
https://www.instagram.com/mariamanda_art/

English:
Art exhibition opening, Pavo/Novella by artist María Manda on Thursday June 23rd from 5 to 8 pm at the Gallery Mjólkurbúðin in Akureyri.
The exhibition will continue until 5th of July and is open daily from 11 am to 5 pm.

The exhibition Pavo/Novella are 13 short stories about different Pavos. Their decorative appearances do not always reveal how they feel, live, or nourish. It is the viewer´s task to understand their stories and give them life.

The puffin is a small but decorative “Pavo“ but is true to his partner, takes risks, lives boldly and is brave like Beta, Jóna and Aldís the native countries, mothers, women and maidens.

María Manda is a designer but has studied visual art by many artists. She has been recognized for her design and held many private exhibitions in design and visual art and has participated in many group exhibitions. Her oil paintings are figurative and most often with humoristic undertone. Manda is part of the Co-Up Gallery ART67 in Reykjavik and her studio is at Korpúlfsstaðir.

https://www.mariamanda.com/sýningar-exhibition
https://www.instagram.com/mariamanda_art/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page