Midpunkt: ANNARSSTAÐAR - Helga Katrín
þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Midpunkt: ANNARSSTAÐAR - Helga Katrín
Næsta föstudag 3. Desember klukkan fimm, opnar sýninging ANNARSSTAÐAR eftir Helgu Katrínar í Midpunkt.
Helga lærði ritlist við Háskóla Íslands og Middlesex University, en er núna að ljúka námi við ljósmyndaskóla Íslands. Um er að ræða hljóðinnsetningu í verulega umbreyttu rými Midpunkts en í henni vinnur Helga með dagdrauma og þrána að vera annarsstaðar þrátt fyrir að vera líkamlega föst á tilteknum stað.
Áhorfendur eru leiddir í gegnum sjónrænt ferðalega miðlað í framandi hljóðheimi og í draumkenndri, fantasískri lýsingu. Verkið hverfist um raunveruleikaflótta og framkallar sterk líkamleg viðbrögð og upplifanir hjá áhorfendum þrátt fyrir kyrrstöðuna í rýminu.
Sýningin stendur yfir tvær helgar, til 12. desember en eftir það fer Midpunkt í árs hlé.
Við þökkum fyrir allan áhugann síðustu þrjú ár og hlökkum til að sjá ykkur á Hamraborg Festival 2022 og í nýju rými Midpunkt þegar þar að kemur.