top of page

MENTOR: Leiðsögn sýningarstjóra í Ásmundarsafni

508A4884.JPG

fimmtudagur, 10. ágúst 2023

MENTOR: Leiðsögn sýningarstjóra í Ásmundarsafni

Edda Halldórsdóttir og Sigurður Trausti Traustason sýningarstjórar verða með leiðsögn um sýninguna Mentor: Ásmundur Sveinsson og Carl Milles í Ásmundarsafni sunnudaginn 13. ágúst kl. 13.00.

Carl Milles, sem er einn virtasti myndhöggvari Svíþjóðar, var lærifaðir Ásmundar á námsárum hans í Svíþjóð. Líkt og Ásmundur gaf hann hús, vinnustofu og verk til þjóðar sinnar eftir sinn dag. Milles nýtti sér sögu og menningu eigin þjóðar sem innblástur í verk sín og á sama hátt hvatti hann Ásmund til þess að leita fanga í íslenska menningararfleið sem glögglega má sjá í verkum hans. Er þetta í fyrsta sinn sem verk Milles eru sýnd á Íslandi og mikill fengur í því að sjá þau samhliða verkum Ásmundar. Sýningin er sett upp í samstarfið við Millesgården, safn Carl Milles í Stokkhólmi.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page