top of page

Mens et Manus opnar í Listvali á Granda

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. janúar 2023

Mens et Manus opnar í Listvali á Granda

Sýningin Mens et Manus opnar næstkomandi föstudag, 13. janúar, í Listvali á Granda, Hólmaslóð 6, en sýningin var fyrst sett upp í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn árið 2022. Fjórir myndlistarmenn taka þátt, þau Georg Óskar, Hulda Vilhjálmsdóttir, Kristín Morthens og Steingrímur Gauti Ingólfsson. Ttitill sýningarinnar Mens et Manus er á latínu og þýðir „hugur og hönd“. Með titlinum vísa sýningarstjórar í hugarheim myndlistarmannanna sem eiga það sameiginlegt að vinna út frá þeirra eigin tilfinningum, upplifunum og umhverfi þar sem sköpunarferlið sjálft, tilviljanir og hugskot leiða þau áfram í átt að lokaniðurstöðu, hver á sinn ólíka hátt. Sýningin er styrkt af Icelandair, Íslandsstofu, Familien Hede-Nilesens Fond og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar.

Sýningin er opin föstudaga og laugardaga og eftir pöntun frá kl. 13-16 og stendur til 28. janúar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page