top of page

Menningarstjórnun og mannaldarsúpa

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. mars 2023

Menningarstjórnun og mannaldarsúpa

Hvert er hlutverk menningar og skapandi greina í samtímanum? Er umræðan um mannöldina kominn í einn graut eða eygjum við lausnir?
Fjöldi viðburða, listsýninga og samkoma eru haldnar á menningarstofnunum sem vekja eiga athygli á loftslagsvá, hnattrænni hlýnun, súrnun sjávar og vistkerfum í hættu. En hvert er raunverulegt hlutverk lista og menningarstofnana varðandi aðsteðjandi vanda?
Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst heldur í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur áhugaverða málstofu um hlutverk menningar og skapandi greina í samtímanum. Spurt er hvort menningarstofnanir beri ábyrgð á því hvernig mannkynið fer með Jörðina? Eða er meint umhverfisvitund fyrst og fremst gluggaskraut til þess létta á mannaldarmóralnum? Getur menningarstarfsemi lagt eitthvað til í umhverfis- og loftslagsmálum?
Bergsveinn Þórsson, safnafræðingur og dósent við Háskólann á Bifröst heldur erindi sem byggt er á doktorsrannsókn hans á safnastarfi og mannaldaráskorunum. Á eftir spjalla hann og Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík um framtíðina og um möguleikana sem við stöndum frammi fyrir. Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson, prófessor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Málstofan er öllum opin og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig á vef Háskólans á Bifröst á bifrost.is.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page