top of page

Menningarhús Spönginni: Ljósmyndasýning / Brooklyn

508A4884.JPG

föstudagur, 4. febrúar 2022

Menningarhús Spönginni: Ljósmyndasýning / Brooklyn

Ljósmyndasýning | Brooklyn
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
29. janúar – 26. febrúar 2022

Nú stendur yfir ljósmyndasýningin Brooklyn í Borgarbókasafninu Spönginni í Grafarvogi. Hrönn Axelsdóttir ljósmyndari bjó í Brooklyn, New York um síðustu aldamót, í hverfi sem er á mörkum Park Slope og Prospect Hights, þar sem fjölbreytileiki mannlífsins blómstrar. Hrönn sýnir í fyrsta sinn 25 svarthvítar myndir sem hún tók fyrir framan innganginn á fjölbýlishúsinu sem hún bjó í. Myndatakan spannaði 12 klukkustundir, vegfarendur sem gengu framhjá húsinu voru beðnir um að sitja fyrir og ein mynd tekin, stundum af einstaklingum, stundum litlum hópum, hver og einn réði því hvernig hann stillti sér upp. Við hverja töku var skráð tímasetning og nöfn fyrirsætanna.

Hrönn lærði ljósmyndun við Rochester Institute of Technology í New York fylki. Hún hefur haldið einkasýningar bæði hér á Íslandi, Bandaríkjunum og í Mexíkó. Hrönn hefur einnig tekið þátt í fjölda hópsýninga.

Viðburður á heimasíðu - https://borgarbokasafn.is/vidburdir/syningar/syning-brooklyn
Viðburður á Facebook - https://fb.me/e/1b6cxY6pH
Sýningin stendur til 26. febrúar n.k. og má skoða hana á opnunartíma safnsins, mán-fim 10-19, fös 11-18 og lau 11-16.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page