top of page
Margrét Jónsdóttir og Helga Pálína Brynjólfsdóttir: ALKLÆDDUR KOFI OG KÖNNUR á Berjadögum, Ólafsfirði
föstudagur, 28. júlí 2023
Margrét Jónsdóttir og Helga Pálína Brynjólfsdóttir: ALKLÆDDUR KOFI OG KÖNNUR á Berjadögum, Ólafsfirði
Margrét Jónsdóttir leirlistakona og Helga Pálína Brynjólfsdóttir textíllistakona halda sýningu á Berjadögum, tónlistarhátið sem haldin er í Ólafsfirði 3.-6. ágúst. Sýningin ALKLÆDDUR KOFI OG KÖNNUR er haldin við sumarbústað þeirra Margrétar og Helgu Pálínu í Litlu Sveit við veg 802, vestanmegin í Ólafsfirði,
5 km frá Ólafsfjarðarbæ, dagana 4.-6. ágúst, opið 13-17.
Þar verða einnig tvennir tónleikar Berjadaga, föstudaginn 4.ágúst kl 13:15 (Sólveig Thoroddsen) og sunnudaginn 6. ágúst kl 13:15 (Guito Thomas og Rodrigo Lopes. Sjá nánar https://berjadagar.is/
bottom of page