top of page

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR: KIMAREK - KERAMIK

508A4884.JPG

fimmtudagur, 31. júlí 2025

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR: KIMAREK - KERAMIK

Listasafnið á Akureyri
05.06.2025 – 28.09.2025
Salir 10 11

Margrét Jónsdóttir er fædd á Akureyri 1961. Hún fór ung til Danmerkur og nam leirlist í listiðnaðarskólanum í Kolding, en snéri heim að námi loknu 1985 og stofnaði sitt eigið leirverkstæði í bílskúrnum hjá ömmu sinni. Í rúm 20 ár hefur hún haft vinnustofu í Gránufélagsgötu 48 á Akureyri, þar sem hún vinnur að list sinni og selur eigin verk.

Viðfangsefni Margrétar hafa verið margvísleg í gegnum tíðina og hún unnið jöfnum höndum að gerð nytjalistar, stærri listmuna og listskreytinga. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis.

Sýning Margrétar í Listasafninu á Akureyri samanstendur af ólíkum verkum sem fengin eru að láni víðs vegar að, fundin í krókum og kimum og spanna fjörutíu ára starfsferil listakonunnar. Verkin birtast áhorfandanum sem ein stór innsetning – ein heild – eitt lífsverk.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page