top of page

MARÍA MANDA: HIPSUM-HAPS

508A4884.JPG

fimmtudagur, 4. september 2025

MARÍA MANDA: HIPSUM-HAPS

María Manda opnar sýninguna HIPSUM-HAPS laugardaginn 6. september kl.13 - 17 í Gallerí göng við Háteigskirkju.

Sýningin stendur til 14. september og verður María Manda á staðnum alla dagana milli kl. 10 - 17.

María Manda vinnur að mestu fígúrutíf verk, oft með húmorískum undirtón með olíu á striga. Undanfarið hefur hún gert tilraunir með mótun skúlptúra í leir sem hún sýnir í bland við málverkin.

Verkin á sýningunni eru sjálfstæð án tengingar. Hvert og eitt með sína sögu. Það er ekki fyrr en áhorfandinn glæðir sögu þeirra lífi, að verkið öðlast gildi.

Við Skrifum okkar eigin sögu. En stundum fyrir einskæra tilviljun og án fyrirvara breytist sagan og lífið verður…Hipsum-haps.

Manda er meðlimur í Gallerí ART67 og með vinnustofu á Korpúlfsstöðum. www.mariamanda.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page