top of page

Making sense í Ásmundarsal

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. mars 2024

Making sense í Ásmundarsal

Sýningaropnun laugardaginn 9.mars í Ásmundarsal frá kl. 15-17. Léttar veitingar og öll velkomin.

Making sense er samsýning sex ungra listamanna sem vinna með hugmyndafræði vísindalistar
(ArtScience). Það er sú hugmyndafræði sem skoðar sameiginlega þætti listsköpunar og vísindarannsókna og dregur fram hvernig báðar greinar stunda rannsóknir á umhverfi og skyndbundnum upplifunum mannsins. Hugtakið vísar til þessa sameiginlega grundvölls og það er undir þeim formerkjum sem verk sýningarinnar eru unnin.

Að sýningunni standa Kristján Steinn Kristjánsson (IS), Sunna Svavarsdóttir (IS), Sophia Bulgakova (UA), Jesus Canuto Iglesias (EA), Þórir Freyr Höskuldsson (ISL) og Þórður Hans (ISL) sem luku nýverið námi frá Vísindalistadeild Konunglegu Listaakademíunnar í Haag.

Um listamennina;

Kristján Steinn Kristjánsson (f. 1996, Reykjavík) er listamaður og tónskáld, sem rannsakar hljóð hversdagsins. Hann leitar leiða til að draga þau fram og formgera á umlykjandi máta. Hann endurmótar hið hversdagslega með því að setja það í nýtt samhengi og skoðar hvernig ummyndunin vekur upp nýtt tilveru ástand.

Sunna Svavarsdóttir (f. 1992, Reykjavík) býr og starfar á Íslandi. Í verkum hennar leitar hún að samspili við áhorfendur með það að leiðarljósi að skoða hvernig við þræðum umheiminn með skynfærum okkar; með innsetningum, klæðanlegum skúlptúrum og ilmum. Sunna lauk B.A. námi frá Konunglegu Listaakademíunni í Haag árið 2019. Hún hefur búið og unnið í Reykjavík frá árinu 2021.

Sophia Bulgakova (f.1997, Odesa) vinnur með myndlist, tækni og samfélags uppbyggingar, þar sem hún leggur sérstaka áherslu á menningarlegar sjálfsmyndir í tengslum við skynfræði og ímyndanir. Með skynrænum uppsetningum og gjörningum, býður hún áhorfendum, að kanna ólíka möguleika til skynupplifunar sem getur haft áhrif og opnað á túlkun þeirra til eigin veruleika. Sophia útskrifaðist frá Konunglegu Listaakademíunni í Haag og býr núna og starfar í Hollandi.

Jesus Canuto Iglesias (f.1992, Madrid) smíðar og vinnur tækniknúna skúlptúra sem rannsaka ólíka skynjunar og skynræna möguleika, með það að markmið að virkja áhorfendur. Með skynrænum rannsóknum varpar hann nýju ljósi á þær hugmyndir sem tengjast sambandi einstaklingsins við umheiminn. Jesús lauk BA námi frá Konunglegu Listaakademíunni í Haag og býr og starfar í Amsterdam.

Þórir Freyr (f. 1993, Reykjavík) er myndlistar og hljóðlistamaður sem lauk B.A. námi frá Konunglegu Listaakademíunni í Haag. Verk hans taka á sig mynd með gjörninga innsetningum sem unnar eru með samspili tónlistar, sjónræns efnis og texta upplestri. Hann vinnur á rannsóknar miðaðan hátt, þar sem hann nýtir óhefðbundnar mælistikur til að varpa ljósi á ljóðrænu umhverfis okkar og hvernig hún getur vakið ljóðrænu innra með fólki.

Þórður Hans Baldursson (f.1992, Reykjavík) býr og starfar í Haag í Hollandi þaðan sem hann lauk B.A. námi frá Konunglegu Listaakademíunni árið 2023. Í listsköpun hans er það gjarnan hið hversdagslega sem fær aukið vægi og töfrablæ með mismiklum íhlutunum og tilfærslum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page