Maja Loebell: Þrjú tímabil
fimmtudagur, 2. maí 2024
Maja Loebell: Þrjú tímabil
Verið hjartanlega velkomin á opnun á sýningunni "Þrjú tímabil", yfirlitssýning Maju Loebell laugardaginn 4. maí kl. 15 - 17 í Gallerí Göng. Gengið inn frá Safnaðarheimilinu.
1. Tímabil Haust 1997 - sumar 2001
Nám við Myndlistarskóla Kópavogs hjá Erlu Sigurðardóttur, myndlistarmanni.
Stórar vatnslitamyndir.
Eftir eins og hálfs árs nám í myndlist sem aðalgrein við KH í Bremen í Þýskalandi lá leiðin til
Íslands og þýskukennslan tók við. 1996 hófst aftur myndlistarnám í frístundum fyrst í Reykjavík
síðan í Myndlistarskóla Kópavogs hjá Erlu Sigurðardóttur. Með hennar stuðningi urðu til stórar
vatnslitamyndir þar sem tilviljun og stjórn tókust á.
2. Tímabil Haust 2001 - sumar 2015
Nám við Myndlistarskóla Kópavogs hjá ýmsum kennurum, m.a.
Birgi Snæbirni Birgissyni, Svanborgu Matthíasdóttur og Söru Vilbergsdóttur.
Olíumálun, ýmsar stefnur.
Gróður í náttúru Íslands var höfuðþema.
2010 - 2012 nám í listfræði við HÍ.
3. Tímabil Haust 2015 til dagsins í dag
Nám í Myndlistarskóla Kópavogs hjá Stephen Lárus Stephen, myndlistarmanni.
Olíu- og vatnslitamálun.
Uppstillingar, portrett og landslag.
Þráin að geta sagt raunsæislega frá því sem ég sé hefur alltaf verið til staðar.
„Tækni gömlu meistaranna" eins og Stephen kennir hana höfðar til mín.
Leiðbeinandi hugmyndir í þessari málun eru:
„Mála það sem þú sérð, ekki það sem þú veist" og
„Ekki mála hluti heldur form og birtutóna".