Módelteikning: Aflagalína og Teikning: Kynstur

fimmtudagur, 6. febrúar 2025
Módelteikning: Aflagalína og Teikning: Kynstur
Kristín Gunnlaugsdóttir kennir námskeiðið Módelteikning: Aflagalína dagana 19.-21. febrúar. Kennslan er í þrjá daga samfleytt kl. 17:45-21:00.
Á námskeiðinu verður teiknað eftir módeli á fjölbreyttan og frjálslegan hátt. Námskeiðið nýtist best þeim sem hafa teiknað módel áður. Teiknað verður með kolablýöntum, tússi, bleki og öðrum áhöldum.
Verð: 52.000 kr.
Sjá nánar um námskeiðið hér: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/n20251-n-modea
Skráningarhlekkur á námskeiðið hér: https://umsokn.inna.is/#!/login/1167/692392
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson kennir námskeiðið Teikning: Kynstur, en á því er lögð áhersla á myndbyggingu í anda listamannsins sem kennir námskeiðið og flóknari teikningu með tilliti til námskeiðanna Grunnþættir teikningar og Teikning: Kyrralíf.
Námskeiðið er í sex vikur á tímabilinu 17.03.25.-05.05.25. Kennslan fer fram á mánudagskvöldum kl. 17:45-21:00. Nemendur eru hvattir til að skeyta saman myndefni úr ólíkum áttum og leika sér með hlutföll og áherslur.
Verð: 67.500 kr.
Sjá nánar um námskeiðið hér: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/n20251-teik2kt01
Skráingarhlekkur á námskeiðið hér: https://umsokn.inna.is/#!/login/1167/688361