top of page

MÍR: Sumarnámskeið hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík

508A4884.JPG

miðvikudagur, 25. maí 2022

MÍR: Sumarnámskeið hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík

Spennandi námskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavik í júní

Í júní býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á nokkur stutt námskeið af fjölbreyttum toga. Viðfangsefnin eru ólík og misjafnt er hvort þau séu ætluð fyrir byrjendur eða lengra komna. Námskeiðin eru góður kostur fyrir fólk sem starfar að myndlist og hönnun og vill bæta við kunnáttu sína og hæfni. Eða sér til hreinnar skemmtunar.

Frjáls módelteikning

Stutt og hnitmiðað námskeið í frjálsri módelteikningu þar sem teiknað verður með óhefðbundnum aðferðum. Markmiðið er að nemandinn nái að losa um ótta við að teikna „rétt“ og finni frelsi í því að teikna eftir lifandi fyrirmynd með mismunandi efnum .

Námskeiðið hefst 11. júní og er kennt í fjögur skipti.
Æskilegt er að nemendur hafi einhverja reynslu í módelteikningu og anatómíu.
Kennari er Kristín Gunnlaugsdóttir.

Leirrennsla:
Á námskeiðinu er kennt á rafknúinn rennibekk og hver nemandi fær einn slíkan til afnota. Nemendur fá að kynnast heildstæðu ferli þar sem farið er í forvinnu, afrennslu og lokafrágang ásamt glerjun. Að námskeiði loknu taka þáttakendur leirmuni heim.

Námskeiðið hefst 20. júní og er kennt í fimm skipti.
Hentar bæði fyrir byrjendur sem og lengra komna.
Kennari er Steinunn Bjarnadóttir.

Grafík og gróður:
Stutt og hnitmiðað námskeið þar sem nemendur kynnast tveimur aðferðum í grafíktækni, dúkristu og einþrykki. Nemendur læra að nota grafíkpressu og önnur tæki og tól. Gróður verður rauður þráður í gegnum námskeiðið og unnið verður bæði innan- og utandyra.

Námskeiðið hefst 20. júní og stendur yfir í fjóra kennsludaga en hægt er að skrá sig í annaðhvort morgun- eða kvöldtíma. Námskeiðið hentar bæði fyrir byrjendur sem og lengra komna.
Kennari er Elva Hreiðarsdóttir.

Nánari upplýsingar og skráning á www.mir.is.
Áhugasömum er bent á að skrá sig tímanlega þar sem námskeið geta verið fljót að fyllast.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page