Mánuður myndlistar: Skráning myndlistarmanna í skólakynningar - Umsóknarfrestur til 15. ágúst
fimmtudagur, 11. ágúst 2022
Mánuður myndlistar: Skráning myndlistarmanna í skólakynningar - Umsóknarfrestur til 15. ágúst
Umsóknarfrestur fyrir skráningu myndlistarmanna í skólakynningar í Mánuði myndlistar hefur verið framlengdur til 15. ágúst. Við hvetjum félagsmenn á landsbyggðinni til að sækja um.
Um Mánuð myndlistar og skólakynningar:
Mánuður myndlistar er haldinn í október ár hvert og er einn stærsti liður Mánaðarins kynningar á starfi myndlistarmanna í grunn- og framhaldsskólum víðs vegar um landið, skólunum að kostnaðarlausu. Þá heimsækja myndlistarmenn skólana og kynna myndlist sína og starfsferil, en með þessu vonumst við til að vekja athygli barna og ungmenna á myndlist í íslenskri menningu og að opna augu þeirra fyrir möguleikum á skapandi framtíðarstarfi.
Gert er ráð fyrir að skólakynningarnar séu 40-60 mínútna langar skjávarpakynningar fyrir 20-30 manna hóp unglinga á aldrinum 12-19 ára, þ.e. elsta stig grunnskóla og framhaldsskóla. Kennari/-ar eða umsjónarmaður/-menn hópsins verða einnig viðstaddir. Hægt er að gera undantekningar á þessu, þá sér í lagi í minni skólum á landsbyggðinni, en það verður gert í samráði við myndlistarmanninn og skólann sem hann/hán/hún hefur verið paraður við. Skólarnir sem sótt hafa um þetta árið eru víðsvegar á landinu svo við hvetjum listamenn alls staðar á landinu til að sækja um.
Skráningu myndlistarmanna lýkur 15. ágúst 2022. Athugið að einungis félagsmenn SÍM geta tekið að sér skólakynningar.
Sækja um hér: https://forms.gle/aZKeY4nTSX3P21RTA
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa SÍM í gegnum netfangið sim@sim.is