top of page

Málverkasýning

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. mars 2023

Málverkasýning

Á sýningunni ÖRYGGI / SAFETY í ARTAK105 sýna Ólafur Sveinsson og Boaz Yosef
Friedman málverk sem skoðar hvernig myndefni úr hversdeginum getur verið frásagnartæki.
Eldspýtustokka sería Ólafs leyfir áhorfandanum að skyggnast inn í svipmyndir mismunandi
staða og tímabila. Með því að varpa ljósi á stafsetningarvillur ríkisins á stokkunum og
mismunandi framsetningar auglýsinga og vörumerkja fanga verkin nostalgíu sérhvers tíma.
Þar sem þetta myndefni tilheyrir hversdagslegu umhverfi - eldspýtustokkur ofan í skúffu, uppi
á hillu - gæti það farið fram hjá okkur. Í staðinn safnar Ólafur þessum myndum og gefur
hverri og einni mynd rými til þess að segja sína sögu og skapa ný samhengi. Málverk
Boazar vinna á svipaðan hátt þar sem myndheimur mælitækja er notaður til þess að segja
sögur í gegnum mælikvarða. Hann byrjar á að skoða myndmál hæðarvísa á hurðum í
almenningsrýmum og kannar svo ímynduð og ógreinanleg tæki og stærðir í óræðu
samhengi.
Sýningin ÖRYGGI / SAFETY opnar föstudaginn 17.mars frá kl.17:00-19:00 í ARTAK105
Skipholti 9, 105 Reykjavík. Sýningin er opin á milli 13:00-17:00 laugardag og sunnudag.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page