top of page

Málstofa um menningarstjórnun:
Vorið á myndlistarmarkaðnum?

508A4884.JPG

fimmtudagur, 30. mars 2023

Málstofa um menningarstjórnun:
Vorið á myndlistarmarkaðnum?

Laugardaginn 1. apríl standa Háskólinn á Bifröst og Listasafn Reykjavíkur fyrir málstofu um þróun og horfur á íslenskum myndlistarmarkaði. Málstofan fer fram á Kjarvalsstöðum, laugardaginn 1. apríl, kl. 11:00 til 12:30, er öllum opin og verður í beinu streymi. Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson prófessor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Tilefnið er ærið en markmiðið er að ræða spurningar sem vaknað hafa á síðustu misserum, meðal annars um fjölgun gallería og söluaðila myndlistar og hvort heimsfaraldurinn hafi mögulega haft góð áhrif á listviðskipti.

Vísbendingar eru um að markaður með myndlist hafi elfst á Íslandi á síðustu misserum. Met hefur nýlega verið slegið á íslenskum uppoðsmarkaði og hermt er að eftirspurn hafi aukist í Covit-19 faraldrinum. Þá kemur fram í drögum að nýrri myndlistarstefnu að stefnt sé að 2-4% vexti í heildarveltu greinarinnar á ári fram til ársins 2030. Erfitt hefur þó reynst hingað til að kortleggja umfang íslenska myndlistarmarkaðarins því að skortur á rannsóknum og opinberum hagtölum kemur í veg fyrir að hægt sé að segja með vissu hver staðan er. Er aukin sýningarstarfsemi og fjölgun gallería til marks um sterkari markað með myndlist á Íslandi? Hvernig er hægt að auka umsvif á íslenska myndlistarmarkaðnum og hvað þarf til svo að markaður með myndlist geti talist öflugur?

Í málstofunni mun Kári Finnsson, listfræðingur og hagfræðingur, fjalla um stöðu listmarkaðarins og þróun síðastliðin ár í alþjóðlegu samhengi og ber saman við þróun markaðarins hér á landi. Á eftir erindi Kára ræða hann og Ingibjörg Jónsdóttir, eigandi gallerísins BERG Contemporary, um stöðu myndlistar og myndlistarmarkaðarins.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page