top of page

Málþing um sýningahönnun í Árbæjarsafni

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. maí 2024

Málþing um sýningahönnun í Árbæjarsafni

Borgarsögusafn blæs til málþings um sýningahönnun miðvikudaginn 22. maí kl. 15:00-17:00 í Árbæjarsafni. Þátttaka er ókeypis en skráning er nauðsynleg.

Tilefnið er nýliðinn Hönnunarmars en þar mátti sjá margar áhugaverðar og vel hannaðar sýningar.

Sýningastjórar og hönnuðir leysa frá skjóðunni og veita gestum innsýn í heim sýningagerðar á minjasöfnum og Árnastofnun. Það er jafnvægislist að hanna sýningar sem halda vel utan um viðkvæma gripi og yfirgripsmikla sögu, jafnvel í friðuðum húsum. Fyrirlesarar eru Sigríður Sunna Reynisdóttir búninga- og leikmyndahönnuður, Finnur Arnar Arnarsson myndlistamaður og leikmyndahönnuður, Sigrún Kristjánsdóttir sýningastjóri, Sara Hjördís Blöndal leikmynda- og búningahönnuður en þau munu fara í saumana á þeim áskorunum og tækifærum sem urðu á vegi þeirra í nýlegum verkefnum og verkefnum í vinnslu. Málþingsstjóri er Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands.

Málþingið miðar að því að veita gestum dýpri skilning á hönnun sýninga.

Dagskrá:

Sigríður Sunna Reynisdóttir // Búninga- og leikmyndahönnuður
Vaxtaverkir: Sýning um skólasögu á Árbæjarsafni

Finnur Arnar Arnarsson // Myndlistarmaður og leikmyndahöfundur
Hjartastaður: Grunnsýning Norska hússins í Stykkishólmi

Sigrún Kristjánsdóttir // Sýningastjóri
Ný handritasýning í Eddu – Húsi íslenskunnar

Sara Hjördís Blöndal // Leikmynda- og búningahönnuður
Grunnsýning Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi

Málþingsstjóri: Sigríður Sigurjónsdóttir // Forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands

Léttar veitingar í boði.

Öll velkomin og frítt inn en nauðsynlegt er að skrá sig hér https://forms.gle/zF2ZcoFCqUXG6PXG8

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page