Málþing: Steina og Woody Vasulka – Varðveisla arfleifðar

fimmtudagur, 8. maí 2025
Málþing: Steina og Woody Vasulka – Varðveisla arfleifðar
Vasulka Foundation og BERG Contemporary bjóða til málþings laugardaginn 10. maí kl 13-18 í Norræna húsinu þar sem varpað verður ljósi á brautryðjandi starf og áhrifamikil verk Steinu og Woody Vasulka, ásamt varðveislu stafrænna og tímatengdra miðla, í samhengi við lykilverk Woodys, The Brotherhood (1990-1998), sem nú er sýnt í BERG Contemporary.
Á málþinginu koma saman virtir fagaðilar úr heimi samtímalista og forvörslu margmiðla og deila þekkingu sinni og innsýn. Kafað verður í verk Steinu og Woody Vasulka og fjallað um varanleg áhrif þeirra á samtímalistir og tækni, auk þess sem rætt verður um þær áskoranir og tækifæri sem felast í varðveislu og túlkun tímatengdra verka, með sérstaka áherslu á verkið The Brotherhood.
Dagskrá:
1:00 p.m.: Sýning á Cantaloup (1980) – innsýn í verk Vasulka.
1:30 p.m.: Opnunarræða Ingibjargar Jónsdóttur (BERG Contemporary) og Kristínar Scheving (Listasafn Árnesinga, Vasulka Foundation).
1:45 p.m.: Vasulka, þá og nú – Kristín Scheving varpar ljósi á aðferðafræði Vasulka hjónanna, erindið inniheldur samtal við Steinu Vasulka.
2:10 p.m.: Endurgerð The Brotherhood – Ingibjörg Jónsdóttir.
2:30 p.m.: Þrjú framsöguerindi frá forvörðum tímatengdra miðla Tate safnsins: Samhengi forvörslu og áhrif breytinga – Patrícia Falcão, Rafmagnaðir draumar: Það sem heldur fyrir mér vöku að næturlagi – George Morris, Ófyrirséðar aðstæður, forvarsla og stjórnkerfi – Christopher King.
3:15 p.m.: Kaffipása.
3:45 p.m.: Allt innan fjölskyldunnar: Genasamsetning The Brotherhood – Joey Heinen (LACMA).
4:05 p.m.: Saga á meðal vina: Steina, Woody Vasulka og Peter Weibel – Margit Rosen (ZKM).
4:25 p.m.: Palllborðsumræður með öllum fyrirlesurum auk Halldórs Björns Runólfssonar.
5:00 p.m.: BERG Contemporary býður gestum á sýninguna The Brotherhood (1990-1998) og til léttra veiga, sem og samtals við Robert O'Kane, sérfræðings sem sá um tæknilega útfærslu á uppsetningu verksins.
Aðgangur er ókeypis, en bóka þarf miða hér: https://www.eventbrite.dk/.../symposium-the-vasulkas...
Málþingið fer fram á ensku.