top of page

LOST TRACK: Baldur Helgason, Claire Paugam og Loji Höskuldsson í Gallery Port

508A4884.JPG

fimmtudagur, 22. febrúar 2024

LOST TRACK: Baldur Helgason, Claire Paugam og Loji Höskuldsson í Gallery Port

Laugardaginn 2. mars n.k. opnar samsýningin LOST TRACK í Gallery Port. Listamennirnir Baldur Helgason, Claire Paugam og Loji Höskuldsson sýna ný verk sem þau hafa unnið fyrir sýninguna.

Gallery Port hefur flutt sig á nýjan stað og opnar nú á Hallgerðargötu 19-23, á Kirkjusandi. Opnunin stendur yfir milli kl. 16-18 og verða léttar veitingar í boði. Sýningin sjálf stendur yfir til 27. mars og er opið miðvikudaga til laugardags, milli kl. 11-17 og eftir samkomulagi.

“Lost track. Tapaðir þræðir. Forks in the road. Tinda-stóll. Labryrinthine nostalgia. Hnykill í hnappagat trúðsins.”

Baldur Helgason (f.1984) býr og starfar í Reykjavík. Hann hefur sýnt víða um heim, haldið einkasýningar í New York og London á síðastliðnum árum.

Claire Paugam (f.1991) er frönsk listakona sem býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur nýlega haldið einkasýningar í D-salnum og Ásmundarsal. Hún hlaut hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna 2020.

Loji Höskuldsson (f.1987) býr og starfar í Reykjavík. Hefur haldið fjölda einkasýninga, nú síðast í V1 Gallery í Kaupmannahöfn.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page