Lokahóf
D51 Sadie Cook & Jo Pawlowska: Allt sem ég vil segja þér

fimmtudagur, 24. júlí 2025
Lokahóf
D51 Sadie Cook & Jo Pawlowska: Allt sem ég vil segja þér
Verið velkomin í lokahóf sýningarinnar D51 Sadie Cook og Jo Pawlowska: Allt sem ég vil segja þér, fimmtudaginn 24. júlí kl. 20.00 í Hafnarhúsi.
Plötusnúðarnir dj Melerito de Jeré og Curro Rodriguez þeyta skífum og happy-hour á barnum allt kvöldið.
Á 51. sýningu D-sal sýningarraðarinnar tekur á móti þér gífurlegt magn ljósmynda og kvikra mynda í nýrri innsetningu eftir Sadie og Jo. Myndefnið inniheldur sviðsetta drauma, bjöguð vídeó, skjáskot af samtölum, pixlaðar sjálfur og læknaskýrslur. Leyfðu þér að flæða, blandast og leysast upp í vídd þar sem stigveldi tvíhyggjunnar er hafnað og jafnvægi kemst á í óreiðu og óræðni.
Samstarf Sadie Cook og Jo Pawlowska spratt upp af því að hvort um sig var með snoðkoll. Það þróaðist áfram í samtölum um hár, sjálfið, sjálfsmynd, uppbrot línulegrar framvindu og internetið. Listrænt samkurl hófst fyrir alvöru einn sólskinsdag í maí 2024 þegar Jo tók fyrsta skammtinn af testósteróni á meðan Sadie dýfði fótunum í slím og smellti af mynd á bleika plastmyndavél. Sýningin Allt sem ég vil segja þér er afrakstur árs langrar samvinnu þar sem hvert verk er eignað báðum listamönnum.
Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.
Öll velkomin. Aðgangmiði gildir á sýningar safnins.
Síðasti dagur sýningarinnar er miðvikudagurinn 30. júlí.


