top of page

Lokagjörningur: Halldór Ásgeirsson með verk í vinnslu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. ágúst 2025

Lokagjörningur: Halldór Ásgeirsson með verk í vinnslu

Halldór Ásgeirsson er þriðji listamaðurinn sem dvelur í Undralandi og hefur veitt gestum í Ásmundarsafns innsýn í ferlið að baki listsköpun sinni með vikulegum hraunbræðslum í sumar.

Laugardaginn 16. ágúst kl. 15.00 fer fram síðasta hraunbræðsla sumarsins auk þess sem sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson ræðir við listamanninn um listsköpun hans og verkin sem hafa orðið til við dvöl hans í Ásmundarsafni.

Léttar veitingar í boði.

Listsköpun Halldórs hefur ætíð verið samofin lífi hans og ferðum um heiminn. Tengsl á milli heimshluta koma berlega í ljós í hraunbræðsluverkum hans. Með þeim sýnir hann fram á tengsl á milli fjarlægra staða, bræðir hraun af ólíkum uppruna en fær fram samskonar svartan glerung.

Undraland er verkefni tileinkað sögu Ásmundarsafns. Þar var heimili og vinnustofa Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara (1893-1982) sem hann hannaði sjálfur og byggði á árunum 1942-1950. Lóðin var í túnfæti bæjar sem hét Undraland. Þá fjóra áratugi sem Ásmundur starfaði í húsinu var það vettvangur frjórrar listsköpunar.
Yfir allt árið 2025 er listamönnum boðin aðstaða í húsinu til þess að vinna að eigin verkum í vinnslu eða hvers konar ferli.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page