top of page

Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Árstíðir birkisins - Elías Arnar

508A4884.JPG

föstudagur, 4. febrúar 2022

Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Árstíðir birkisins - Elías Arnar

Árstíðir birkisins í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
4.2 – 27.3 2022

Sýning ljósmyndarans Elíasar Arnars „Árstíðir birkisins“ opnar í Skotinu í Ljósmyndasafni Íslands 3. febrúar næstkomandi, kl 16. Sýninging samanstendur af tólf innrömmuðum ljósmyndum af íslenska birkinu í öllum árstíðum. Hún er einskonar samþætting á landfræðilegum og heimspekilegum nálgunum á trjátegund sem hefur spilað stórt hlutverk í menningu, sögu og umhverfi á Íslandi.

Ætlunin með sýningunni er að varpa ljósi á mikilvægi birkisins og hlutverki þess í íslenskum vistkerfum og á sama tíma er ljósmyndaranum hugleikið að ýta undir frekari vernd og/eða endurheimt á þeim vistkerfum sem einkenndu Ísland fyrir landnám.

Gögn sýna að Ísland var að miklu leyti þakið birkiskógum við landnám og að tréð hafi að mörgu leyti verið lifibrauð fólks þar sem nýting á borð við eldivið, byggingarefni, beit o.þ.h. var fólki lífsnauðsynleg vegna einangrunar landsins. Í dag er þetta auðvitað álitið sem ósjálfbær nýting á viðkvæmri auðlind en spurningar vakna um það hvort saga og menning landsins hefði verið öðruvísi ef þetta hefði ekki verið gert.

Elías Arnar er sjálfstætt starfandi ljósmyndari, landvörður og landfræðinemi við Háskóla Íslands. Verk hans sækja innblástur úr landfræðilegum fyrirbærum sem varpa ljósi á samspil manns og náttúru. Með verkum sínum vill Elías vekja fólk til umhugsunar um útivist, náttúrutengingu og umhverfismál almennt. Lykilþáttur í nálgun hans að listsköpun er að huga að veru- og þekkingarfræðilegum hugmyndum um landfræðileg fyrirbæri og ýta undir hugmyndir um náttúruna sem síbreytilegar fremur en fastmótaðar. Sýningin „Árstíðir birkisins“er hluti af þeirri nálgun þar sem ljósi er varpað á birkið í síbreytilegu loftslagi árstíðanna á Íslandi og sýnir fólki lítinn og einfaldan hluta af náttúrunni með augum landfræði-ljósmyndara.

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér á vef safnsins - https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur/syningar/elias-arnar-arstidir-birkisins

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page