top of page

Ljósmyndasýningin Iceland from Air

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. maí 2024

Ljósmyndasýningin Iceland from Air

Í tilefni af nýútkominni ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar, Iceland from Air, stendur yfir ljósmyndasýning af völdum ljósmyndum bókarinnar í Portfolio gallerí.

Næstkomandi laugardag, þann 25. maí býður galleríið gestum upp á tónlistarviðburð á sýningu Sigurgeirs. Hljóðfæraleikararnir Pétur Valgarð Pétursson og Þórarinn Sigurbergsson spila klassíska gítartónlist í Portfolio, og hefst viðburðurinn kl 16:00

Sigurgeir Sigurjónsson hefur unnið við ljósmyndun frá 15 ára aldri. Samanlagt telja útgefnar ljósmyndabækur með myndum eftir Sigurgeir, um tvo tugi og innihalda allt frá portrait myndum yfir í náttúrumyndir. 

Bókin Iceland from Air inniheldur ljósmyndir sem hann tók úr flugvél og þyrlu, af stórbrotnu landslagi hálendis Íslands.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page